„Sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu“ Sveinn Arnarsson skrifar 22. nóvember 2014 09:45 Skiptar skoðanir eru innan þingheims um afsögn innanríkisráðherra. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“ Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56