„Sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu“ Sveinn Arnarsson skrifar 22. nóvember 2014 09:45 Skiptar skoðanir eru innan þingheims um afsögn innanríkisráðherra. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“ Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56