„Sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu“ Sveinn Arnarsson skrifar 22. nóvember 2014 09:45 Skiptar skoðanir eru innan þingheims um afsögn innanríkisráðherra. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“ Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56