Hjakkað í sama farinu Stjórnarmaðurinn skrifar 12. nóvember 2014 09:00 Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira