Nálægðin getur verið erfið Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Sigurjón J. Sigurðsson. Frá stofnun Bæjarins besta á Ísafirði fyrir þrjátíu árum hefur aldrei fallið út vika í útgáfu. Mynd/Bæjarins besta Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“ Fréttir af flugi Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“
Fréttir af flugi Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira