Trúnaður og gagnsæi Stjórnarmaðurinn skrifar 5. nóvember 2014 09:00 Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00