Innlent

Sigið nú 40 metrar

Svavra Hávarðsson skrifar
Áframhald verður á gasmengun á Suðausturlandi í dag.
Áframhald verður á gasmengun á Suðausturlandi í dag. mynd/magnústumi
Mælir í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið í fjallinu heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur. Mælingar úr lofti sýna að heildarsigið var orðið 40 metrar á föstudag.

Mengunarmælar sýndu að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) var 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir mikilli mengun á svæðinu í dag og fram á kvöld.

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×