Færri brjóta aftur af sér eftir meðferð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. október 2014 07:15 í nýjum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að sett sé meira fjármagn í sérstakt meðferðarúrræði fyrir fanga sem hafa brotið gegn börnum. Fréttablaðið/Heiða Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“ Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira