Færri brjóta aftur af sér eftir meðferð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. október 2014 07:15 í nýjum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að sett sé meira fjármagn í sérstakt meðferðarúrræði fyrir fanga sem hafa brotið gegn börnum. Fréttablaðið/Heiða Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent