Ólærði hönnuðurinn sem stjörnurnar elskuðu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 26. október 2014 09:30 Oscar de la Renta Vísir/getty Hátískuhönnuðurinn Oscar de la Renta lést í vikunni, 82 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist árið 2006. De la Renta var einstakur listamaður, hann lærði aldrei fatahönnun en var engu að síður einn fremsti fatahönnuður heims. Þegar hann bjó á Spáni heillaðist hann af blómum og litum þeirra, sem endurspeglaðist í hönnun hans gegnum árin. Hann klæddi margar af þekktustu stjörnum samtímans, leikkonur, forsetafrúr og sjónvarpsstjörnur, hvort sem tilefnið var verðlaunahátíð eða brúðkaup. Hönnun hans vakti einnig sérstaka athygli í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, en stílisti þáttanna, Patricia Field, fékk hönnuðinn með sér í samstarf og muna flestir aðdáendur þáttanna eftir bleika kjólnum sem Carrie klæddist í lokaseríunni. Vinir hans lýsa honum sem einstaklega góðhjörtuðum manni sem var vinur vina sinna og tók þeim eins og þeir voru.Amal Alamuddin í lokamátun hjá de la Renta 2014Þekktur fyrir brúðarkjólana Oscar de la Renta var einna þekktastur fyrir brúðarkjólalínurnar sem hann gerði og voru kjólarnir hans eftirsóttir í brúðkaup stjarnanna. Eitt af hans síðustu verkum var að hanna brúðarkjól Amal Alamuddin-Clooney mannréttindalögfræðings sem gekk að eiga leikarann George Clooney í september.Jenna Bush í de la Renta á brúðkaupsdaginnÁður hafði hann meðal annars sérhannað kjóla á Jennu Bush, dóttur George Bush Bandaríkjaforseta, fyrir leikkonuna Kate Bosworth og leikkonuna Amöndu Peet. Jackie Kennedy„Tíska er ópólitísk og óhlutdræg“ sagði de la Renta, en hann var einna þekktastur fyrir að klæða forsetafrúr Bandaríkjanna. Hann breytti viðhorfi til klæðnaðar þeirra og hvatti þær til þess að klæðast fatnaði sem var í tísku en þó klassískur. Oscar var bara tvítugur þegar forsetafrúin Jackie Kennedy klæddist kjól eftir hann, en hann sérhannaði fjölda kjóla á hana síðar. Forsetafrúin Nancy Reagan var góð vinkona de la Renta og klæddi hann hana fyrir hin ýmsu tilefni.Hilary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill Clonton forseta árið 1997Hilary Clinton var í gylltum kjól eftir hann þegar Bill Clinton var endurkjörinn 1997. Öðru máli gegnir hins vegar um núverandi forsetafrú, Michelle Obama, en hann gagnrýndi hana mjög fyrir klæðaburð. Fannst honum óviðeigandi að forsetafrúin klæddist kjól frá J-Crew, fjöldaframleiddu merki, og ungum hönnuðum á borð við Alexander McQueen og Jason Wu. En tveimur vikum fyrir andlát hönnuðarins klæddist Obama kjól úr smiðju hans í fyrsta sinn eftir að forðast það í sjö ár.Anna Wintour, Diane Von Furstenber, de la Renta og Sarah Jessica ParkerVinamargur de la Renta átti marga þektka vini og hafa margir þeirra minnst hans í vikunni. Hér eru ummæli nánustu vina hans. Ég man ekki hvernig ég fékk hugrekkið til þess að verða vinur hans.Sarah Jessica Parker, leikkona.Hann sagði alltaf: Taktu vinum þínum eins og þeir eru, ekki eins og þú vilt að þeir séu. Oscar var allt sem þú leitar að í vini.Anna Wintour, ritstjóri Vogue.Hann var frábær dansari. það var unaður að bara að vera í kringum hann, sérstaklega á heimili hans og í garðinum hans, þar sem hamingjan réð ríkjum. André Leon Talley, VogueOscar de la Renta var frábær hönnuður, sannur listamaður, byltingarmaður. Rödd hans mun halda áfram að óma í hjörtum okkar, bjartsýni hans og ást á lífinu mun veita okkur innblástur um ókomna tíð. hans verður sárt saknað.Diane von Furstenberg, fatahönnuður. Ævi og störf de la Renta Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hátískuhönnuðurinn Oscar de la Renta lést í vikunni, 82 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist árið 2006. De la Renta var einstakur listamaður, hann lærði aldrei fatahönnun en var engu að síður einn fremsti fatahönnuður heims. Þegar hann bjó á Spáni heillaðist hann af blómum og litum þeirra, sem endurspeglaðist í hönnun hans gegnum árin. Hann klæddi margar af þekktustu stjörnum samtímans, leikkonur, forsetafrúr og sjónvarpsstjörnur, hvort sem tilefnið var verðlaunahátíð eða brúðkaup. Hönnun hans vakti einnig sérstaka athygli í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, en stílisti þáttanna, Patricia Field, fékk hönnuðinn með sér í samstarf og muna flestir aðdáendur þáttanna eftir bleika kjólnum sem Carrie klæddist í lokaseríunni. Vinir hans lýsa honum sem einstaklega góðhjörtuðum manni sem var vinur vina sinna og tók þeim eins og þeir voru.Amal Alamuddin í lokamátun hjá de la Renta 2014Þekktur fyrir brúðarkjólana Oscar de la Renta var einna þekktastur fyrir brúðarkjólalínurnar sem hann gerði og voru kjólarnir hans eftirsóttir í brúðkaup stjarnanna. Eitt af hans síðustu verkum var að hanna brúðarkjól Amal Alamuddin-Clooney mannréttindalögfræðings sem gekk að eiga leikarann George Clooney í september.Jenna Bush í de la Renta á brúðkaupsdaginnÁður hafði hann meðal annars sérhannað kjóla á Jennu Bush, dóttur George Bush Bandaríkjaforseta, fyrir leikkonuna Kate Bosworth og leikkonuna Amöndu Peet. Jackie Kennedy„Tíska er ópólitísk og óhlutdræg“ sagði de la Renta, en hann var einna þekktastur fyrir að klæða forsetafrúr Bandaríkjanna. Hann breytti viðhorfi til klæðnaðar þeirra og hvatti þær til þess að klæðast fatnaði sem var í tísku en þó klassískur. Oscar var bara tvítugur þegar forsetafrúin Jackie Kennedy klæddist kjól eftir hann, en hann sérhannaði fjölda kjóla á hana síðar. Forsetafrúin Nancy Reagan var góð vinkona de la Renta og klæddi hann hana fyrir hin ýmsu tilefni.Hilary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill Clonton forseta árið 1997Hilary Clinton var í gylltum kjól eftir hann þegar Bill Clinton var endurkjörinn 1997. Öðru máli gegnir hins vegar um núverandi forsetafrú, Michelle Obama, en hann gagnrýndi hana mjög fyrir klæðaburð. Fannst honum óviðeigandi að forsetafrúin klæddist kjól frá J-Crew, fjöldaframleiddu merki, og ungum hönnuðum á borð við Alexander McQueen og Jason Wu. En tveimur vikum fyrir andlát hönnuðarins klæddist Obama kjól úr smiðju hans í fyrsta sinn eftir að forðast það í sjö ár.Anna Wintour, Diane Von Furstenber, de la Renta og Sarah Jessica ParkerVinamargur de la Renta átti marga þektka vini og hafa margir þeirra minnst hans í vikunni. Hér eru ummæli nánustu vina hans. Ég man ekki hvernig ég fékk hugrekkið til þess að verða vinur hans.Sarah Jessica Parker, leikkona.Hann sagði alltaf: Taktu vinum þínum eins og þeir eru, ekki eins og þú vilt að þeir séu. Oscar var allt sem þú leitar að í vini.Anna Wintour, ritstjóri Vogue.Hann var frábær dansari. það var unaður að bara að vera í kringum hann, sérstaklega á heimili hans og í garðinum hans, þar sem hamingjan réð ríkjum. André Leon Talley, VogueOscar de la Renta var frábær hönnuður, sannur listamaður, byltingarmaður. Rödd hans mun halda áfram að óma í hjörtum okkar, bjartsýni hans og ást á lífinu mun veita okkur innblástur um ókomna tíð. hans verður sárt saknað.Diane von Furstenberg, fatahönnuður. Ævi og störf de la Renta
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira