Utan vallar: Stærsta en ekki síðasta varðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Gylfi Þór og Aron Einar fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/Andri marinó Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var.
Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira