Göngin góðu til Bolungarvíkur Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 13. október 2014 10:15 Fyrir nokkrum árum voru vígð göng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Brýn þörf var fyrir göngin. Slys voru tíð í Óshlíð og samgöngur voru erfiðar og tvísýnar. Öll framkvæmdin var til sóma. Allar áætlanir stóðust. Kostnaðurinn var sá sem að var stefnt og sama er að segja um verkið sjálft. Glæsilegt mannvirki sem ekki einum einasta manni dettur í hug að gagnrýna. Allt til mestu fyrirmyndar. Fyrir nokkrum árum var vígð höfn í Landeyjum. Þar hefur nánast ekkert staðist. Mannvirkið þjónar illa sínu hlutverki. Dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir. Enn er grafið í Hverfisgötunni í Reykjavík. Framkvæmd sem er komin langt frá öllum áætlunum, bæði hvað varðar tíma og peninga. Svona er hægt að telja áfram nánast endalaust. En hvers vegna að hafa orð á þessu? Helst til að sýna að við erum jú öll að eiga við svipaða hluti, hvar sem við búum á landinu. Sumir þeirra, sem telja sig þurfa að verja einstaka landshluta, láta fara fyrir brjóstið á sér ef við, sem búum á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnum, finnum að, eða höfum skoðanir á einu eða öðru. Í stað þess að finna að allri umfjöllun væri skynsamlegra að berjast fyrir breytingum á hvernig almannapeningum er skipt og þeim er varið. Sveitarfélögin skipti miklu máli. Þau fá aðeins um þriðjung skatttekna hins opinbera en bera samt ábyrgð á um fjörutíu prósentum samneyslunnar. Góður helmingur opinberra starfa er á vegum sveitarfélaganna. En fara þau betur með peninga en ríkið? Já, allavega eru heildarskuldir A-hluta ríkissjóðs um 93 prósent af vergri landsframleiðslu á meðan skuldir A-hluta sveitarfélaga eru um ellefu prósent. Sem sagt, ríkið skuldar því rúmlega átta sinnum meira en sveitarfélögin. Í stað þess að útverðir landshluta ímyndi sér endalausa óvinahjörð meðal íbúa þéttbýlasta hluta landsins myndu þeir trúlega gera meira gagn með að því að vinna að breytingum á skiptingu skatttekna og færa hana nær því sem gerist annars staðar. Hér fá sveitarfélögin um þriðjungi teknanna en í nágrannalöndunum er þessu þveröfugt farið. Það fólk, sem kýs að eyða kröftum sínum í þá sem finna að einni og einni ákvörðun stjórnvalda, ætti frekar að huga að styrkingu sveitarfélaga eða landshlutasamtaka. Það stenst enga skoðun að fjölmiðlar keppist við að segja neikvæðar fréttir af því sem gerist í hinum dreifðu byggðum. Fréttastofa 365 miðla til að mynda, með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar, flytur margar fréttir héðan og þaðan í hverri viku um uppbyggingu og mannlíf. Það er rangt að finna að því þó fjölmiðlar skrifi fréttir um byggðasjónarmiðið að baki Háholti eða að fólki þyki Fiskistofufarsinn fréttnæmur. Hvorugt hefur neitt með íbúa viðkomandi sveitarfélaga að gera. Ekki neitt. Ef við spiluðum ávallt eins vel úr málunum og gert var varðandi Bolungarvíkurgöngin væri staðan önnur. Og vonandi tekst eins vel til varðandi uppbyggingu á samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum. Um hana er eflaust breiður þjóðarvilji. Það breytir því ekki að vandinn við Landeyjahöfn er áfram fréttnæmur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum voru vígð göng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Brýn þörf var fyrir göngin. Slys voru tíð í Óshlíð og samgöngur voru erfiðar og tvísýnar. Öll framkvæmdin var til sóma. Allar áætlanir stóðust. Kostnaðurinn var sá sem að var stefnt og sama er að segja um verkið sjálft. Glæsilegt mannvirki sem ekki einum einasta manni dettur í hug að gagnrýna. Allt til mestu fyrirmyndar. Fyrir nokkrum árum var vígð höfn í Landeyjum. Þar hefur nánast ekkert staðist. Mannvirkið þjónar illa sínu hlutverki. Dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir. Enn er grafið í Hverfisgötunni í Reykjavík. Framkvæmd sem er komin langt frá öllum áætlunum, bæði hvað varðar tíma og peninga. Svona er hægt að telja áfram nánast endalaust. En hvers vegna að hafa orð á þessu? Helst til að sýna að við erum jú öll að eiga við svipaða hluti, hvar sem við búum á landinu. Sumir þeirra, sem telja sig þurfa að verja einstaka landshluta, láta fara fyrir brjóstið á sér ef við, sem búum á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnum, finnum að, eða höfum skoðanir á einu eða öðru. Í stað þess að finna að allri umfjöllun væri skynsamlegra að berjast fyrir breytingum á hvernig almannapeningum er skipt og þeim er varið. Sveitarfélögin skipti miklu máli. Þau fá aðeins um þriðjung skatttekna hins opinbera en bera samt ábyrgð á um fjörutíu prósentum samneyslunnar. Góður helmingur opinberra starfa er á vegum sveitarfélaganna. En fara þau betur með peninga en ríkið? Já, allavega eru heildarskuldir A-hluta ríkissjóðs um 93 prósent af vergri landsframleiðslu á meðan skuldir A-hluta sveitarfélaga eru um ellefu prósent. Sem sagt, ríkið skuldar því rúmlega átta sinnum meira en sveitarfélögin. Í stað þess að útverðir landshluta ímyndi sér endalausa óvinahjörð meðal íbúa þéttbýlasta hluta landsins myndu þeir trúlega gera meira gagn með að því að vinna að breytingum á skiptingu skatttekna og færa hana nær því sem gerist annars staðar. Hér fá sveitarfélögin um þriðjungi teknanna en í nágrannalöndunum er þessu þveröfugt farið. Það fólk, sem kýs að eyða kröftum sínum í þá sem finna að einni og einni ákvörðun stjórnvalda, ætti frekar að huga að styrkingu sveitarfélaga eða landshlutasamtaka. Það stenst enga skoðun að fjölmiðlar keppist við að segja neikvæðar fréttir af því sem gerist í hinum dreifðu byggðum. Fréttastofa 365 miðla til að mynda, með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar, flytur margar fréttir héðan og þaðan í hverri viku um uppbyggingu og mannlíf. Það er rangt að finna að því þó fjölmiðlar skrifi fréttir um byggðasjónarmiðið að baki Háholti eða að fólki þyki Fiskistofufarsinn fréttnæmur. Hvorugt hefur neitt með íbúa viðkomandi sveitarfélaga að gera. Ekki neitt. Ef við spiluðum ávallt eins vel úr málunum og gert var varðandi Bolungarvíkurgöngin væri staðan önnur. Og vonandi tekst eins vel til varðandi uppbyggingu á samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum. Um hana er eflaust breiður þjóðarvilji. Það breytir því ekki að vandinn við Landeyjahöfn er áfram fréttnæmur.