Talin hafa snert andlit sitt með hanska Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Starfsfólk á sjúkrahúsinu í Madrid þrífur stjúkrastofuna þar sem ebólusmitaður prestur lést í ágúst. fréttablaðið/AP Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu. Ebóla Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu.
Ebóla Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira