Heilari og hönnuður hanna hringa Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 9. október 2014 12:00 Hönnuðir Iidem, Helga Mogensen skartgripahönnuður og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. Vísir/Einkasafn „Okkur langaði að gera eitthvað stílhreint og fagurt. Hringar hafa alltaf verið á sama stað á fingrinum, en við vildum gera hringa sem þú getur staflað út um allt og ráðið sjálf hvar á fingrinum þeir eru,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. Hún og samstarfskona hennar, Helga Mogensen skartgripahönnuður, gerðu saman skartgripalínuna Iidem. Þær reka saman verslunina Kirsuberjatréð ásamt níu öðrum listamönnum, en hugmyndin að samvinnunni kviknaði þegar þær fóru saman í ferð til Akureyrar. „Við eyddum dágóðum tíma í bílnum á leiðinni og ræddum um ýmislegt, þá aðallega lífið og tilveruna.mynd/Ingrid KarisHelga er heilari og við höfum gaman af því að spjalla um andlega hluti. Þannig að við kynntumst mun betur en áður og urðum nánari,“ segir Kolbrún. „Út frá þessari „andlegu“ ferð kom upp sú hugmynd að við ættum að vinna saman að einhverju fallegu.“ Í línunni er að finna hringa úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Hringarnir eru í öllum stærðum, þannig að þú getur raðað þeim á fingurna að vild og haft þá hvar á fingrinum sem er,“ segir Kolbrún.Hringarnir eru eins og áður sagði úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Þeir eru fjölbreyttir en flestir mjög stílhreinir, en allir mismunandi. Silfurhringarnir eru bæði til snúnir og flatir.Mynd Ingrid KarisSuma erum við búnar að smíða, eða þannig að þeir eru flatir og þunnir. Það skemmir ekki fyrir að koparinn leiðir orku inn í líkamann og þess vegna gott að hafa hann með og blanda öllu saman.“ Kolbrún segir að nafnið á hringunum hafi vafist fyrir þeim. „Við lágum lengi yfir nafninu, en á endanum kom það og við erum mjög ánægðar með það. Hringar sem ná ekki alveg niður á fingurinn eru kallaðir kjúkuhringar (knucklerings) og Iidem þýðir kjúka á latnesku. Okkur fannst orðið líka fallegt og það passaði vel.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað stílhreint og fagurt. Hringar hafa alltaf verið á sama stað á fingrinum, en við vildum gera hringa sem þú getur staflað út um allt og ráðið sjálf hvar á fingrinum þeir eru,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. Hún og samstarfskona hennar, Helga Mogensen skartgripahönnuður, gerðu saman skartgripalínuna Iidem. Þær reka saman verslunina Kirsuberjatréð ásamt níu öðrum listamönnum, en hugmyndin að samvinnunni kviknaði þegar þær fóru saman í ferð til Akureyrar. „Við eyddum dágóðum tíma í bílnum á leiðinni og ræddum um ýmislegt, þá aðallega lífið og tilveruna.mynd/Ingrid KarisHelga er heilari og við höfum gaman af því að spjalla um andlega hluti. Þannig að við kynntumst mun betur en áður og urðum nánari,“ segir Kolbrún. „Út frá þessari „andlegu“ ferð kom upp sú hugmynd að við ættum að vinna saman að einhverju fallegu.“ Í línunni er að finna hringa úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Hringarnir eru í öllum stærðum, þannig að þú getur raðað þeim á fingurna að vild og haft þá hvar á fingrinum sem er,“ segir Kolbrún.Hringarnir eru eins og áður sagði úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Þeir eru fjölbreyttir en flestir mjög stílhreinir, en allir mismunandi. Silfurhringarnir eru bæði til snúnir og flatir.Mynd Ingrid KarisSuma erum við búnar að smíða, eða þannig að þeir eru flatir og þunnir. Það skemmir ekki fyrir að koparinn leiðir orku inn í líkamann og þess vegna gott að hafa hann með og blanda öllu saman.“ Kolbrún segir að nafnið á hringunum hafi vafist fyrir þeim. „Við lágum lengi yfir nafninu, en á endanum kom það og við erum mjög ánægðar með það. Hringar sem ná ekki alveg niður á fingurinn eru kallaðir kjúkuhringar (knucklerings) og Iidem þýðir kjúka á latnesku. Okkur fannst orðið líka fallegt og það passaði vel.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira