Amma dreki og vaskurinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. október 2014 00:30 Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar