Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2014 06:30 Búist er við fjölmenni í Hafnarfjörðinn á laugardag. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13