Lendir skulu lög setja Þröstur Ólafsson skrifar 30. september 2014 08:54 Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar til sveitanna. Upprunnin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar. Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við erfitt með að gera greinarmun á landbúnaðarkerfinu og bændum. Gagnrýni á kerfið er tekin sem árás á bændur. Þar með er umræðunni lokið. Annað sem gerir umræðuna örðuga er hve kerfið er tyrfið. Aðeins sérfróðir kunna full skil á gangverki þess. Þeim er innanhandar að finna veikleika í málflutningi annarra. Margar forsendur þess eru fljótandi og því auðvelt að benda á að tiltekinn útreikningur sé á misskilningi byggður. En landbúnaður er atvinnugrein og við verðum að geta rætt starfsskilyrði hennar af skynsamlegu viti. Það er oft stutt úr særðu rökþroti í ofstopa. Það er ekki langt síðan forystumaður úr bændastétt krafðist þess af háskólarektor að prófessor, sem lagði út af opinberum tölum um landbúnað, yrði rekinn. Hækkandi fjárframlög Gangverk landbúnaðarins hvílir á tveimur heimildarlögum. Önnur fjalla um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en hin, búnaðarlögin, um framlög ríkisins til ýmissa verkefna. Á grundvelli þessara heimildarlaga semja ráðherrar við Bændasamtökin. Íslenskri stjórnsýslu í landbúnaðarmálum hefur vísvitandi ætíð verið haldið svo veikri að samtök bænda sáu bæði um að móta innihald samninganna og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Stundum var sagt að Bændasamtökin semdu við sig sjálf. Það var því að vonum að ný ríkisstjórn drægi landbúnaðinn út úr stóru sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti, til fyrra horfs. Innan öflugra ráðuneytis hefði sjálfsafgreiðslan getað orðið örðugri. Samningarnir eru gjarnan til nokkurra ára og taka oftast árlegum hækkunum auk vísitölutryggingar. Þegar fjárlagafrumvarp er samið eru niðurstöðutölur úr samningunum settar þar inn og Alþingi er áhorfandi. Mjög hagkvæmt fyrirkomulag. Búvörusamningarnir eru því aldrei ræddir á Alþingi og ég hygg að fæstir þingmanna hafi lesið þá. Þannig er hækkun framlaga til verkefna fram til 2017 árlega um og yfir 4% auk verðlagsbóta. Á meðan heilbrigðiskerfið þarf að draga verulega saman seglin, Landspítalinn hrópar á hjálp, framhaldsskólar eru skornir niður, löggæslan er í fjárþröng og dregið er úr velferð þjóðarinnar, þurfa bændur ekki að óttast samdrátt, þökk sé samningum sem gerðir voru fyrir einhverjum árum. Þeir eru undanþegnir aðhaldsaðgerðum og niðurskurði. Hugtakið hagræðingarkrafa er óþekkt þar á bæjum. „ …þó ekki hóffjaðrir.“ Þegar við sem sátum í fyrstu skattsvikanefndinni (1983-1984) kölluðum Sigurbjörn heitinn Þorbjörnsson, þáverandi ríkisskattstjóra, á fund okkar og spurðum hann um skattalögin íslensku, hvort í þau vantaði eitthvert mikilvægt ákvæði, og vorum þá með hugann við verkefni nefndarinnar, svaraði hann: „Já, fyrsta grein skattslaganna hefur aldrei verið skrifuð. Hún ætti að hljóða: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara, skulu þau ekki gilda um bændur.“ Þó í orðum þessum lægi lúmsk kímni, þá segja þau mikið um stöðu bóndans í íslensku lagaumhverfi. Lög Íslands voru meira og minna sniðin að ýtrustu hagsmunum bændastéttarinnar. Skattalögin, svo dæmi sé tekið, voru það haganlega úr garði gerð, og án þess að mikið bæri á, að bændur sluppu að mestu. Það er t.d. afar snúið að finna hver séu laun bænda. Hvaða tala sem ekki er hagsmunagæslumönnum að skapi, er skotin í kaf með öðrum og „raunhæfari“ forsendum. Þá þekkjum við dæmið um vaskleysið á sölu laxveiðileyfa. Einhver hefur giskað á þar sé um 300-400 m.kr. að ræða. Afurðastöðvarnar eru undanþegnar samkeppnislögum, og þannig mætti halda áfram. Lendir og landleysingjar En hvernig stendur á því að ein stétt nær slíku tangarhaldi á einu þjóðfélagi? Við teljum okkur þó lifa í upplýstu, vestrænu jafnréttissamfélagi. Saga Íslands svarar því. Frá upphafi Íslandsbyggðar voru það stórbændur með aðstoð kirkjunnar manna, sem settu lög og umferðarreglur samfélagsins. Kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða var megineinkenni gamla bændasamfélagsins. Lög bönnuðu fasta búsetu við sjávarsíðuna og komu þannig í veg fyrir þéttbýlismyndun og samkeppni um vinnuafl. Barátta bænda gegn þurrabúðarfólki stóð allt fram undir aldamótin 1900. Þegar ekki var lengur hægt að sporna við þéttbýlismyndun, var samt hægt að skerða rétt þessa fólks. Það átti ekkert land og var því léttvægara en landeigendur. Með því að gera vægi atkvæða þeirra til þingkosninga minna en sveitafólks gátu efnabændur haldið áfram að móta meginlínur þjóðfélagsins. Þar skiptu viðskipta- og framleiðsluskilyrði landbúnaðarins mestu. Um leið og kræla tók á frjálslyndum sjónarmiðum í landbúnaðarmálum var brugðist við af festu og sett sérlög. Engin önnur atvinnugrein nýtur þeirra forréttinda að búa við sérlög um alla sína starfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar til sveitanna. Upprunnin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar. Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við erfitt með að gera greinarmun á landbúnaðarkerfinu og bændum. Gagnrýni á kerfið er tekin sem árás á bændur. Þar með er umræðunni lokið. Annað sem gerir umræðuna örðuga er hve kerfið er tyrfið. Aðeins sérfróðir kunna full skil á gangverki þess. Þeim er innanhandar að finna veikleika í málflutningi annarra. Margar forsendur þess eru fljótandi og því auðvelt að benda á að tiltekinn útreikningur sé á misskilningi byggður. En landbúnaður er atvinnugrein og við verðum að geta rætt starfsskilyrði hennar af skynsamlegu viti. Það er oft stutt úr særðu rökþroti í ofstopa. Það er ekki langt síðan forystumaður úr bændastétt krafðist þess af háskólarektor að prófessor, sem lagði út af opinberum tölum um landbúnað, yrði rekinn. Hækkandi fjárframlög Gangverk landbúnaðarins hvílir á tveimur heimildarlögum. Önnur fjalla um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en hin, búnaðarlögin, um framlög ríkisins til ýmissa verkefna. Á grundvelli þessara heimildarlaga semja ráðherrar við Bændasamtökin. Íslenskri stjórnsýslu í landbúnaðarmálum hefur vísvitandi ætíð verið haldið svo veikri að samtök bænda sáu bæði um að móta innihald samninganna og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Stundum var sagt að Bændasamtökin semdu við sig sjálf. Það var því að vonum að ný ríkisstjórn drægi landbúnaðinn út úr stóru sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti, til fyrra horfs. Innan öflugra ráðuneytis hefði sjálfsafgreiðslan getað orðið örðugri. Samningarnir eru gjarnan til nokkurra ára og taka oftast árlegum hækkunum auk vísitölutryggingar. Þegar fjárlagafrumvarp er samið eru niðurstöðutölur úr samningunum settar þar inn og Alþingi er áhorfandi. Mjög hagkvæmt fyrirkomulag. Búvörusamningarnir eru því aldrei ræddir á Alþingi og ég hygg að fæstir þingmanna hafi lesið þá. Þannig er hækkun framlaga til verkefna fram til 2017 árlega um og yfir 4% auk verðlagsbóta. Á meðan heilbrigðiskerfið þarf að draga verulega saman seglin, Landspítalinn hrópar á hjálp, framhaldsskólar eru skornir niður, löggæslan er í fjárþröng og dregið er úr velferð þjóðarinnar, þurfa bændur ekki að óttast samdrátt, þökk sé samningum sem gerðir voru fyrir einhverjum árum. Þeir eru undanþegnir aðhaldsaðgerðum og niðurskurði. Hugtakið hagræðingarkrafa er óþekkt þar á bæjum. „ …þó ekki hóffjaðrir.“ Þegar við sem sátum í fyrstu skattsvikanefndinni (1983-1984) kölluðum Sigurbjörn heitinn Þorbjörnsson, þáverandi ríkisskattstjóra, á fund okkar og spurðum hann um skattalögin íslensku, hvort í þau vantaði eitthvert mikilvægt ákvæði, og vorum þá með hugann við verkefni nefndarinnar, svaraði hann: „Já, fyrsta grein skattslaganna hefur aldrei verið skrifuð. Hún ætti að hljóða: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara, skulu þau ekki gilda um bændur.“ Þó í orðum þessum lægi lúmsk kímni, þá segja þau mikið um stöðu bóndans í íslensku lagaumhverfi. Lög Íslands voru meira og minna sniðin að ýtrustu hagsmunum bændastéttarinnar. Skattalögin, svo dæmi sé tekið, voru það haganlega úr garði gerð, og án þess að mikið bæri á, að bændur sluppu að mestu. Það er t.d. afar snúið að finna hver séu laun bænda. Hvaða tala sem ekki er hagsmunagæslumönnum að skapi, er skotin í kaf með öðrum og „raunhæfari“ forsendum. Þá þekkjum við dæmið um vaskleysið á sölu laxveiðileyfa. Einhver hefur giskað á þar sé um 300-400 m.kr. að ræða. Afurðastöðvarnar eru undanþegnar samkeppnislögum, og þannig mætti halda áfram. Lendir og landleysingjar En hvernig stendur á því að ein stétt nær slíku tangarhaldi á einu þjóðfélagi? Við teljum okkur þó lifa í upplýstu, vestrænu jafnréttissamfélagi. Saga Íslands svarar því. Frá upphafi Íslandsbyggðar voru það stórbændur með aðstoð kirkjunnar manna, sem settu lög og umferðarreglur samfélagsins. Kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða var megineinkenni gamla bændasamfélagsins. Lög bönnuðu fasta búsetu við sjávarsíðuna og komu þannig í veg fyrir þéttbýlismyndun og samkeppni um vinnuafl. Barátta bænda gegn þurrabúðarfólki stóð allt fram undir aldamótin 1900. Þegar ekki var lengur hægt að sporna við þéttbýlismyndun, var samt hægt að skerða rétt þessa fólks. Það átti ekkert land og var því léttvægara en landeigendur. Með því að gera vægi atkvæða þeirra til þingkosninga minna en sveitafólks gátu efnabændur haldið áfram að móta meginlínur þjóðfélagsins. Þar skiptu viðskipta- og framleiðsluskilyrði landbúnaðarins mestu. Um leið og kræla tók á frjálslyndum sjónarmiðum í landbúnaðarmálum var brugðist við af festu og sett sérlög. Engin önnur atvinnugrein nýtur þeirra forréttinda að búa við sérlög um alla sína starfsemi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar