Segir ofsa í garð opinberra starfsmanna með ólíkindum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2014 07:15 Opinberir starfsmenn eru um 17.500. Lögreglumenn eru ein stétt opinberra starfsmanna. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
„Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira