Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 11:48 Ljósufjöll séð úr Stykkishólmi Skjáskot/stöð 2 Veðurstofan hyggst auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur. Náttúruvársérfræðingur segir sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú. Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05
Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01