Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 11:48 Ljósufjöll séð úr Stykkishólmi Skjáskot/stöð 2 Veðurstofan hyggst auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur. Náttúruvársérfræðingur segir sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú. Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05
Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu