Ferðakostnaður íþróttafólks eykst Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2014 06:00 Þingmenn ræða frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti á þingi í gær. Vísir/stefán Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“ Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira