Byggðastofnun verði réttum megin við núll Freyr Bjarnason skrifar 15. september 2014 12:00 þóroddur bjarnason Stjórnarformaðurinn er ánægður með að stofnunin hefur verið rekin með hagnaði að undanförnu. Fréttablaðið/VÖlundur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira