Breytingarnar vanhugsaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. september 2014 06:00 Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi. Vísir/Stefán Vísir/stefán „Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
„Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira