Vonast eftir nýjum millilandaflugvelli Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 11:00 Ferðamennska á Ísafirði er háð samgöngum á landi, segir Gísli Halldór. fréttablaðið/Pjetur „Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
„Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira