Útvaldir í Hollywood fá að kaupa Kron by Kronkron 12. september 2014 13:30 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þau kynntu fatalínu sína. „Þetta bara steinlá hjá okkur og við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því fyrr en við vorum mætt á staðinn hvað við værum búin að koma okkur út í,“ segir Magni Þorsteinsson, en hann og kona hans, Hugrún Árnadóttir, eigendur tískumerkisins Kron by Kronkron, eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þeim bauðst að koma og kynna Kron by Kronkron á lokuðum viðburði fyrir Emmy- og MTV-verðlaunin. Haft var samband við þau eftir að útsendari sá þau í París. „Þarna fengum við tækifæri til að hitta og kynna verk okkar fyrir þverskurðinum af þeim sem starfa í þessum skemmtanabransa, framleiðendum, leikstjórum, rithöfundum og svo var náttúrulega öll leikaraflóran. Það er aðeins ákveðnum hóp boðið að koma, allir sem tilnefndir eru og bara allir sem gegna mikilvægu hlutverki í þessum bransa. Ameríkaninn er jú voða afdráttarlaus í sínum skoðunum og óhætt að segja að viðbrögðin sem við fengum voru margfalt á við það sem við bjuggumst við. Þetta var bara svakalega stórt klapp á bakið á 5 mínútna fresti, alveg svakalegt að upplifa það,“ segir Magni, en meðal stjarnanna sem mættu voru De Laria og Selenis Leyva úr Orange Is the New Black og Mad Men-leikkonan Teyonah Parris. Þær eru allar komnar í Kron by Kronkron ásamt tugum annarra.Hönnuðurnir Hugrún ogt Magni ásamt Angelu Basset.„Eiginkona House of Cards-leikarans Sebastians Arcelus er stórstjarna á Broadway og hún var í Kron by Kronkron á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni og tísti beint myndum af sér,“ bætir Magni við. „Og Angela Bassett, hún heillaðist alveg. Hún kom einn daginn og langaði í allt saman frá okkur, hún hringdi svo daginn eftir í okkur og sagðist ekki verða róleg fyrr en hún fengi ákveðin stykki til viðbótar.“YouTube-stjarna póstaði mynd af sér í kjól frá þeim og fékk 22.526 læk á tveimur tímum sem varð til þess að síminn þeirra grillaðist. Útsendarar frá stórleikkonunni Sharon Stone komu á kynninguna og tóku myndir. Daginn eftir rigndi inn tölvupóstum frá henni því leikkonan gjörsamlega heillaðist af hönnun þeirra. Fjöldi stílista mætti á kynninguna, þar á meðal einn stærsti og vinsælasti stílistinn í Hollywood. „Þetta opnaði rosa margar dyr,“ segir Magni. „Síðan þá er bara nýtt ævintýri á hverjum degi og bara svo yndislegt að sjá hvað viðtökurnar eru sterkar og hvað allir vilja okkur vel. Bara dásamlegt.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðu Kron by Kronkron, þar eru þau dugleg að birta myndir af því sem er að gerast hjá þeim. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta bara steinlá hjá okkur og við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því fyrr en við vorum mætt á staðinn hvað við værum búin að koma okkur út í,“ segir Magni Þorsteinsson, en hann og kona hans, Hugrún Árnadóttir, eigendur tískumerkisins Kron by Kronkron, eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þeim bauðst að koma og kynna Kron by Kronkron á lokuðum viðburði fyrir Emmy- og MTV-verðlaunin. Haft var samband við þau eftir að útsendari sá þau í París. „Þarna fengum við tækifæri til að hitta og kynna verk okkar fyrir þverskurðinum af þeim sem starfa í þessum skemmtanabransa, framleiðendum, leikstjórum, rithöfundum og svo var náttúrulega öll leikaraflóran. Það er aðeins ákveðnum hóp boðið að koma, allir sem tilnefndir eru og bara allir sem gegna mikilvægu hlutverki í þessum bransa. Ameríkaninn er jú voða afdráttarlaus í sínum skoðunum og óhætt að segja að viðbrögðin sem við fengum voru margfalt á við það sem við bjuggumst við. Þetta var bara svakalega stórt klapp á bakið á 5 mínútna fresti, alveg svakalegt að upplifa það,“ segir Magni, en meðal stjarnanna sem mættu voru De Laria og Selenis Leyva úr Orange Is the New Black og Mad Men-leikkonan Teyonah Parris. Þær eru allar komnar í Kron by Kronkron ásamt tugum annarra.Hönnuðurnir Hugrún ogt Magni ásamt Angelu Basset.„Eiginkona House of Cards-leikarans Sebastians Arcelus er stórstjarna á Broadway og hún var í Kron by Kronkron á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni og tísti beint myndum af sér,“ bætir Magni við. „Og Angela Bassett, hún heillaðist alveg. Hún kom einn daginn og langaði í allt saman frá okkur, hún hringdi svo daginn eftir í okkur og sagðist ekki verða róleg fyrr en hún fengi ákveðin stykki til viðbótar.“YouTube-stjarna póstaði mynd af sér í kjól frá þeim og fékk 22.526 læk á tveimur tímum sem varð til þess að síminn þeirra grillaðist. Útsendarar frá stórleikkonunni Sharon Stone komu á kynninguna og tóku myndir. Daginn eftir rigndi inn tölvupóstum frá henni því leikkonan gjörsamlega heillaðist af hönnun þeirra. Fjöldi stílista mætti á kynninguna, þar á meðal einn stærsti og vinsælasti stílistinn í Hollywood. „Þetta opnaði rosa margar dyr,“ segir Magni. „Síðan þá er bara nýtt ævintýri á hverjum degi og bara svo yndislegt að sjá hvað viðtökurnar eru sterkar og hvað allir vilja okkur vel. Bara dásamlegt.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðu Kron by Kronkron, þar eru þau dugleg að birta myndir af því sem er að gerast hjá þeim.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira