Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Tómas Þór Þórðarsson skrifar 6. september 2014 07:00 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fúlskeggjaður. Fréttablaðið/Anton Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira