Strákarnir verða að vinna Armena í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2014 07:00 Eyjólfur Sverrisson. vísir/pjetur Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“ Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“
Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira