Strákarnir verða að vinna Armena í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2014 07:00 Eyjólfur Sverrisson. vísir/pjetur Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“ Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“
Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira