Ertu þá farin? Farin frá mér? Sara McMahon skrifar 19. ágúst 2014 09:15 Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar