Ertu þá farin? Farin frá mér? Sara McMahon skrifar 19. ágúst 2014 09:15 Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun