Að standa við stóru orðin Bryndís Schram skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun