Akkuru Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun