Lítil mistök geta tekið af manni marga metra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:30 Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Vísir/Getty Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Sjá meira
Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Sjá meira
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48
Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn