Horfa til nýrrar holu í Surtsey Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Að morgni 14. nóvember 1963 varð vart neðansjávareldgoss suður af Vestmannaeyjum. Á endanum varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs. Eyjan var friðlýst árið 1965. Mynd/Erling Ólafsson Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar. Surtsey Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar.
Surtsey Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira