Horfa til nýrrar holu í Surtsey Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Að morgni 14. nóvember 1963 varð vart neðansjávareldgoss suður af Vestmannaeyjum. Á endanum varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs. Eyjan var friðlýst árið 1965. Mynd/Erling Ólafsson Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar. Surtsey Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar.
Surtsey Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira