Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 28. júlí 2014 10:30 Það er nóg að gera hjá hjónunum Chris og Ann Peters en þau fá að meðaltali fimm fyrirspurnir um brúðkaup á Íslandi á viku hverri. MYND/Úr einkasafni „Í hverri viku fáum við að minnsta kosti fimm fyrirspurnir frá pörum sem vilja koma til Íslands og gifta sig,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Ann Peters, en Ann og eiginmaður hennar, Chris, reka vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2012 og segir Ann að hugmyndin að vefsíðunni hafi kviknað í kjölfarið. „Við rákum þegar fyrirtæki sem sneri að brúðkaupsljósmyndun og skipulögðum ferðum en eftir okkar eigið brúðkaup ákváðum við að leggja áhersluna á brúðkaup á Íslandi með amerísku ívafi.“ Hún segir að flest þau pör sem setji sig í samband við fyrirtækið vilji komast í snertingu við hið ótrúlega landslag sem hér er að finna. „Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að sjá jökla, eldfjöll, fossa, svarta sanda, hella og torfbæi á einum degi!“ Ann og Chris hafa þegar náð að sinna fjölmörgum brúðkaupum hér á landi það sem af er ári og myndaði Ann brúðhjónin víða um land, þar á meðal á Mýrdalsjökli, í Reynisfjöru, við Jökulsárlón og á Úlfljótsvatni.Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum pörum sem vilja aðstoð við að undirbúa brúðkaup hér á landi. „Ég hef því miður ekki getað sinnt þessum brúðkaupum enda er ég í nægum verkefnum. En fyrirspurnirnar eru það margar að ég er komin með staðlað bréf sem ég sendi til baka. Þetta virðist vera orðið voðalega vinsælt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Í hverri viku fáum við að minnsta kosti fimm fyrirspurnir frá pörum sem vilja koma til Íslands og gifta sig,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Ann Peters, en Ann og eiginmaður hennar, Chris, reka vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2012 og segir Ann að hugmyndin að vefsíðunni hafi kviknað í kjölfarið. „Við rákum þegar fyrirtæki sem sneri að brúðkaupsljósmyndun og skipulögðum ferðum en eftir okkar eigið brúðkaup ákváðum við að leggja áhersluna á brúðkaup á Íslandi með amerísku ívafi.“ Hún segir að flest þau pör sem setji sig í samband við fyrirtækið vilji komast í snertingu við hið ótrúlega landslag sem hér er að finna. „Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að sjá jökla, eldfjöll, fossa, svarta sanda, hella og torfbæi á einum degi!“ Ann og Chris hafa þegar náð að sinna fjölmörgum brúðkaupum hér á landi það sem af er ári og myndaði Ann brúðhjónin víða um land, þar á meðal á Mýrdalsjökli, í Reynisfjöru, við Jökulsárlón og á Úlfljótsvatni.Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum pörum sem vilja aðstoð við að undirbúa brúðkaup hér á landi. „Ég hef því miður ekki getað sinnt þessum brúðkaupum enda er ég í nægum verkefnum. En fyrirspurnirnar eru það margar að ég er komin með staðlað bréf sem ég sendi til baka. Þetta virðist vera orðið voðalega vinsælt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira