Er ekki smeykur en er alltaf á varðbergi Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 18. júlí 2014 07:00 Haraldur styður þétt við bakið á sínum manni. Fréttablaðið/Friðrik Þór „Það byggist auðvitað upp spenna eftir því sem nær dregur en við erum alltaf frekar rólegir,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, en þeir feðgar voru afar rólegir og yfirvegaðir er Fréttablaðið eyddi dágóðum tíma með þeim í gær. Þeir eru greinilega orðnir vanir þessum undirbúningi og taka öllu áreitinu og öðru sem fylgir með jafnaðargeði. „Gunni er auðvitað einstaklega afslappaður en ég er stundum pínulítið stressaður og það byggist upp er nær dregur bardaga. Þegar við göngum síðan inn í átt hringnum þá fer stressið úr mér og maður nýtur stundarinnar. Auðvitað er samt spenna að horfa á strákinn sinn í búrinu,“ segir Haraldur en hvernig slær föðurhjartað er hann sér soninn labba inn í búrið í bardaga? „Ég er mjög stoltur af Gunnari. Hvernig honum gengur og hvað hann leggur á sig. Ég er ekki síst stoltur af því hvernig einstaklingur hann er. Tilfinningin er því fyrst og fremst stolt.“ Það eru auðvitað mikil átök í MMA en Haraldur segir hættuna í þessari íþrótt ekkert vera mikið meiri en í mörgum öðrum íþróttum. „Allir foreldrar eru auðvitað hræddir um börnin sama í hverju þau eru. Þetta er íþrótt og ég þekki hana vel. Ég veit hver hættan og hvað er ofmetið sem hætta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ákveðin hætta sem fylgir svona sportum. Rétt eins og kappakstri, skíðastökki eða hverju sem er þar sem er hraði og harka. Þá er maður auðvitað pínu smeykur en þar sem ég þekki íþróttina vel þá líður mér ekki eins illa og margir halda. Ég myndi því ekki segja að ég væri hræddur en ég er alltaf pínu á varðbergi.“ Blandaðar bardagalistir, eða MMA, er enn ung íþrótt og þó svo Íslendingar séu yfir sig hrifnir af Gunnari eru enn ákveðrnir fordómar í garð íþróttarinnar á Íslandi. Þeir stafi þó að mörgu leyti af þekkingarleysi. „Það eru fordómar en sem betur fer dregur úr þeim. Ég skil það vel að sumir hafi fordóma. Það eru fordómar gagnvart öllu og oftar en ekki þröngur og lítill hópur sem er stundum svolítið hávær. Það sáum við meðal annars eftir síðasta bardaga Gunnars. Ég skil vel að svona harðgert sport sé fyrir alla en fólk getur ekki skrifað um það sem það þekkir ekki. Það væri álíka og ef ég ætlaði mér að skrifa ritdóm um bók eftir að hafa skoðað kápuna. Það eru ekki góð vinnubrögð.“Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is. MMA Tengdar fréttir Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Zak Cummings, andstæðingur Gunnars Nelson, var í viðtali hjá MMAFréttum þar sem hann var spurður út í bardagann á laugardaginn. 16. júlí 2014 21:30 UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. 16. júlí 2014 18:45 Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings. 16. júlí 2014 22:30 Gunnar Nelson átti að deila rúmi með vini sínum Annasamur fjölmiðladagur framundan hjá Gunnari Nelson 16. júlí 2014 13:29 Gunnar fékk frábærar viðtökur á æfingu í gær | Myndir Í gær fór fram opin æfing frammi fyrir fjölmiðlum og aðdáendum fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin á laugardaginn kemur. Gunnar Nelson tók létta æfingu og fékk frábærar viðtökur frá heimamönnum. 17. júlí 2014 12:15 UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi en Haraldur hefur átt í óformlegum viðræður við UFC um slíkt. 17. júlí 2014 22:00 Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00. 12. júlí 2014 20:45 Gunnar: Ég verð stundum æstur Fylgst með undirbúningi Gunnars Nelson í þessum frábæra smáþætti frá UFC. 17. júlí 2014 08:59 Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast. 14. júlí 2014 23:00 Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar. 17. júlí 2014 23:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
„Það byggist auðvitað upp spenna eftir því sem nær dregur en við erum alltaf frekar rólegir,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, en þeir feðgar voru afar rólegir og yfirvegaðir er Fréttablaðið eyddi dágóðum tíma með þeim í gær. Þeir eru greinilega orðnir vanir þessum undirbúningi og taka öllu áreitinu og öðru sem fylgir með jafnaðargeði. „Gunni er auðvitað einstaklega afslappaður en ég er stundum pínulítið stressaður og það byggist upp er nær dregur bardaga. Þegar við göngum síðan inn í átt hringnum þá fer stressið úr mér og maður nýtur stundarinnar. Auðvitað er samt spenna að horfa á strákinn sinn í búrinu,“ segir Haraldur en hvernig slær föðurhjartað er hann sér soninn labba inn í búrið í bardaga? „Ég er mjög stoltur af Gunnari. Hvernig honum gengur og hvað hann leggur á sig. Ég er ekki síst stoltur af því hvernig einstaklingur hann er. Tilfinningin er því fyrst og fremst stolt.“ Það eru auðvitað mikil átök í MMA en Haraldur segir hættuna í þessari íþrótt ekkert vera mikið meiri en í mörgum öðrum íþróttum. „Allir foreldrar eru auðvitað hræddir um börnin sama í hverju þau eru. Þetta er íþrótt og ég þekki hana vel. Ég veit hver hættan og hvað er ofmetið sem hætta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ákveðin hætta sem fylgir svona sportum. Rétt eins og kappakstri, skíðastökki eða hverju sem er þar sem er hraði og harka. Þá er maður auðvitað pínu smeykur en þar sem ég þekki íþróttina vel þá líður mér ekki eins illa og margir halda. Ég myndi því ekki segja að ég væri hræddur en ég er alltaf pínu á varðbergi.“ Blandaðar bardagalistir, eða MMA, er enn ung íþrótt og þó svo Íslendingar séu yfir sig hrifnir af Gunnari eru enn ákveðrnir fordómar í garð íþróttarinnar á Íslandi. Þeir stafi þó að mörgu leyti af þekkingarleysi. „Það eru fordómar en sem betur fer dregur úr þeim. Ég skil það vel að sumir hafi fordóma. Það eru fordómar gagnvart öllu og oftar en ekki þröngur og lítill hópur sem er stundum svolítið hávær. Það sáum við meðal annars eftir síðasta bardaga Gunnars. Ég skil vel að svona harðgert sport sé fyrir alla en fólk getur ekki skrifað um það sem það þekkir ekki. Það væri álíka og ef ég ætlaði mér að skrifa ritdóm um bók eftir að hafa skoðað kápuna. Það eru ekki góð vinnubrögð.“Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
MMA Tengdar fréttir Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Zak Cummings, andstæðingur Gunnars Nelson, var í viðtali hjá MMAFréttum þar sem hann var spurður út í bardagann á laugardaginn. 16. júlí 2014 21:30 UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. 16. júlí 2014 18:45 Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings. 16. júlí 2014 22:30 Gunnar Nelson átti að deila rúmi með vini sínum Annasamur fjölmiðladagur framundan hjá Gunnari Nelson 16. júlí 2014 13:29 Gunnar fékk frábærar viðtökur á æfingu í gær | Myndir Í gær fór fram opin æfing frammi fyrir fjölmiðlum og aðdáendum fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin á laugardaginn kemur. Gunnar Nelson tók létta æfingu og fékk frábærar viðtökur frá heimamönnum. 17. júlí 2014 12:15 UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi en Haraldur hefur átt í óformlegum viðræður við UFC um slíkt. 17. júlí 2014 22:00 Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00. 12. júlí 2014 20:45 Gunnar: Ég verð stundum æstur Fylgst með undirbúningi Gunnars Nelson í þessum frábæra smáþætti frá UFC. 17. júlí 2014 08:59 Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast. 14. júlí 2014 23:00 Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar. 17. júlí 2014 23:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Zak Cummings, andstæðingur Gunnars Nelson, var í viðtali hjá MMAFréttum þar sem hann var spurður út í bardagann á laugardaginn. 16. júlí 2014 21:30
UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. 16. júlí 2014 18:45
Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings. 16. júlí 2014 22:30
Gunnar Nelson átti að deila rúmi með vini sínum Annasamur fjölmiðladagur framundan hjá Gunnari Nelson 16. júlí 2014 13:29
Gunnar fékk frábærar viðtökur á æfingu í gær | Myndir Í gær fór fram opin æfing frammi fyrir fjölmiðlum og aðdáendum fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin á laugardaginn kemur. Gunnar Nelson tók létta æfingu og fékk frábærar viðtökur frá heimamönnum. 17. júlí 2014 12:15
UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi en Haraldur hefur átt í óformlegum viðræður við UFC um slíkt. 17. júlí 2014 22:00
Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00. 12. júlí 2014 20:45
Gunnar: Ég verð stundum æstur Fylgst með undirbúningi Gunnars Nelson í þessum frábæra smáþætti frá UFC. 17. júlí 2014 08:59
Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast. 14. júlí 2014 23:00
Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar. 17. júlí 2014 23:45