Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2014 06:30 Eldflaugar Ísraelsmanna hafa gereyðilagt byggingar á Gasa-svæðinu. Árásirnar héldu áfram í gær. Fréttablaðið/AP Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann. Gasa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann.
Gasa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira