"Ég neita því að vera í þessu ástandi“ Baldvin Þormóðsson skrifar 2. júlí 2014 12:30 Viktor Árnason fótbrotnaði aðeins þremur dögum fyrir tónleika. vísir/arnþór „Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“ ATP í Keflavík Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
„Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“
ATP í Keflavík Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira