Vottuðu og óvottuðu kjöti blandað saman Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2014 09:15 Ómögulegt er að segja til um hvort þessar kindur eru aldar við gæðastýrðan landbúnað eða ekki. Fréttablaðið/Vilhelm Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira