Hönnuðir og listafólk í HR Marín Manda skrifar 27. júní 2014 11:00 Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins. Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira