Vistvæn vottun án eftirlits og villandi Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af vistvænni vottun. Fréttablaðið/Daníel „Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera." Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Sjá meira
„Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera."
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Sjá meira