Íslensk hönnun í stofuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. júní 2014 14:00 Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“ HönnunarMars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“
HönnunarMars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira