Erfiðara að horfa á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 06:00 Jón Arnar, Krister Blær og Tristan Freyr. Fréttablaðið/Daníel Norðurlandamótið í fjölþrautum ungmenna fer fram á Kópavogsvelli um helgina en alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af þrettán frá Íslandi en undanfarin misseri hafa mjög margt efnilegt fjölþrautarfólk komið fram hér á landi. Í þeirra hópi eru synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa. Krister Blær keppir í flokki 18-19 ára en Tristan Freyr í flokki 16-17 ára. „Þeir eru orðnir mun betri en ég var á þeirra aldri,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þeir vita þó að það er engin pressa á þeim enda gera þeir þetta allt á sínum forsendum.“ Fyrr í vetur bætti Tristan Freyr Íslandsmetið innanhúss í sjöþraut í sínum aldursflokki er hann fékk 4741 stig en hann á einnig metið í stangarstökki innanhúss í sama aldursflokki. Báðir hafa stórbætt árangur sinn á milli ára og báðir eru öflugir í stangarstökki, rétt eins og karl faðir þeirra var.Margfalt erfiðara að horfa á Jón Arnar kunni þá list vel að halda ró sinni í keppni og hefur komið því áleiðis til sona sinna. „Þeir eru vanir að umgangast íþróttina og keppa á mótum. Þeir vita hvernig þeir eiga að haga sér og takast á við íþróttina af stóískri ró,“ segir Jón Arnar en viðurkennir að það sé mun erfiðara að standa á hliðarlínunni en keppa sjálfur. „Það er margfalt erfiðara. Nú veit ég hvernig konunni minni leið þegar ég keppti,“ sagði hann í léttum dúr. „Upplifunin er allt öðruvísi því maður getur ekkert gert nema að sýna strákunum stuðning.“ Jón Arnar tekur undir að aðstæður til æfinga í frjálsíþróttum hafi mikið breyst á undanförnum árum, sérstaklega í samanburði við þær aðstæður sem hann æfði við á Sauðárkróki sem ungur maður. „Það var frábært að fá aðra höll við Laugardalshöllina og frábært fyrir komandi kynslóðir. Það hefur verið mikil uppbygging í íþróttinni og mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki að koma upp. Maður vildi helst að maður væri sjálfur 30 árum yngri,“ segir hann og hlær.Sveinbjörg á titil að verjaSveinbjörg Zophaníasdóttir er ein þeirra en hún á titil að verja í flokki 22ja ára og yngri. Hún á næstbestan árangur í sínum aldursflokki í ár, 5479 stig, á Norðurlöndunum en aðeins Frida Thorsås frá Noregi hefur gert betur með 5533 stig. Ingi Rúnar Kristinsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir þykja einnig líkleg til afreka en bæði hafa áður unnið til verðlauna á Norðurlandamótum. Fyrri keppnisdagur hefst á Kópavogsvelli klukkan 9.15 í dag og sá síðari á morgun klukkan 10.00. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Norðurlandamótið í fjölþrautum ungmenna fer fram á Kópavogsvelli um helgina en alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af þrettán frá Íslandi en undanfarin misseri hafa mjög margt efnilegt fjölþrautarfólk komið fram hér á landi. Í þeirra hópi eru synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa. Krister Blær keppir í flokki 18-19 ára en Tristan Freyr í flokki 16-17 ára. „Þeir eru orðnir mun betri en ég var á þeirra aldri,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þeir vita þó að það er engin pressa á þeim enda gera þeir þetta allt á sínum forsendum.“ Fyrr í vetur bætti Tristan Freyr Íslandsmetið innanhúss í sjöþraut í sínum aldursflokki er hann fékk 4741 stig en hann á einnig metið í stangarstökki innanhúss í sama aldursflokki. Báðir hafa stórbætt árangur sinn á milli ára og báðir eru öflugir í stangarstökki, rétt eins og karl faðir þeirra var.Margfalt erfiðara að horfa á Jón Arnar kunni þá list vel að halda ró sinni í keppni og hefur komið því áleiðis til sona sinna. „Þeir eru vanir að umgangast íþróttina og keppa á mótum. Þeir vita hvernig þeir eiga að haga sér og takast á við íþróttina af stóískri ró,“ segir Jón Arnar en viðurkennir að það sé mun erfiðara að standa á hliðarlínunni en keppa sjálfur. „Það er margfalt erfiðara. Nú veit ég hvernig konunni minni leið þegar ég keppti,“ sagði hann í léttum dúr. „Upplifunin er allt öðruvísi því maður getur ekkert gert nema að sýna strákunum stuðning.“ Jón Arnar tekur undir að aðstæður til æfinga í frjálsíþróttum hafi mikið breyst á undanförnum árum, sérstaklega í samanburði við þær aðstæður sem hann æfði við á Sauðárkróki sem ungur maður. „Það var frábært að fá aðra höll við Laugardalshöllina og frábært fyrir komandi kynslóðir. Það hefur verið mikil uppbygging í íþróttinni og mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki að koma upp. Maður vildi helst að maður væri sjálfur 30 árum yngri,“ segir hann og hlær.Sveinbjörg á titil að verjaSveinbjörg Zophaníasdóttir er ein þeirra en hún á titil að verja í flokki 22ja ára og yngri. Hún á næstbestan árangur í sínum aldursflokki í ár, 5479 stig, á Norðurlöndunum en aðeins Frida Thorsås frá Noregi hefur gert betur með 5533 stig. Ingi Rúnar Kristinsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir þykja einnig líkleg til afreka en bæði hafa áður unnið til verðlauna á Norðurlandamótum. Fyrri keppnisdagur hefst á Kópavogsvelli klukkan 9.15 í dag og sá síðari á morgun klukkan 10.00.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira