Kveð Kiel á góðu nótunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barcelona næstu tvö árin að minnsta kosti. Fréttablaðið/Getty Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30