Fjöldamorð þaggað niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2014 07:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun