Markmiðið er að taka næsta skref Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 07:00 Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Daníel „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
„Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira