Markmiðið er að taka næsta skref Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 07:00 Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Daníel „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira