Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 07:00 Aron vann deild og bikar í Danmörku. vísir/Daníel „Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Sjá meira