Litrík Skvetta á vegginn hjá þér? Marín Manda skrifar 16. maí 2014 09:00 Haukur Már Hauksson hönnuður er ánægður að hafa komið hugmyndinni í framkvæmd Fréttablaðið/Daníel Haukur Már Hauksson hönnuður hannar fatahengi fyrir ungu kynslóðina og þau fást í fimm litum sem hann kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasheik og slím. „Maður hefur verið svona eins og skúffuhönnuður en svo ákvað ég skella þessu í framkvæmd, settist niður og teiknaði og að lokum fæddist Skvetta. Mig vantaði hengi í forstofuna hjá mér sem þurfti að vera einfalt og færi ekki mikið fyrir,“ segir Haukur Már Hauksson, hönnuður og teiknistofustjóri á auglýsingastofunni Pipar TBWA. „Sem betur fannst konunni minni það líka skemmtilegt svo ég fékk að hengja þetta upp. Þetta er hugsað fyrir ungt fólk, krakka og þá sem eru ungir í anda,“ segir hann og hlær. Hönnun er stór partur af lífi Hauks Más en hann var í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar þangað til í fyrrasumar og situr nú í stjórn Hönnunarsjóðs. „Það er synd hve lítill peningur er settur í hönnun, þetta eru algjörir smáaurar. Það þarf ekkert svo mikið í stóra samhenginu en það er einhver kraftur sem drífur íslenska hönnuði áfram sem gefast ekki upp. Kannski er það einhver partur af íslenskri menningu að bíta eitthvað í sig og hætta ekki fyrr en takmarkinu er náð.“ Hengið er til sölu í Kraumi, Epal og Ólátagarði og fæst í fimm litum: vatn, mjólk, súkkulaði, jarðarberjasjeik og slím.Græni liturinn kallast Slím. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Haukur Már Hauksson hönnuður hannar fatahengi fyrir ungu kynslóðina og þau fást í fimm litum sem hann kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasheik og slím. „Maður hefur verið svona eins og skúffuhönnuður en svo ákvað ég skella þessu í framkvæmd, settist niður og teiknaði og að lokum fæddist Skvetta. Mig vantaði hengi í forstofuna hjá mér sem þurfti að vera einfalt og færi ekki mikið fyrir,“ segir Haukur Már Hauksson, hönnuður og teiknistofustjóri á auglýsingastofunni Pipar TBWA. „Sem betur fannst konunni minni það líka skemmtilegt svo ég fékk að hengja þetta upp. Þetta er hugsað fyrir ungt fólk, krakka og þá sem eru ungir í anda,“ segir hann og hlær. Hönnun er stór partur af lífi Hauks Más en hann var í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar þangað til í fyrrasumar og situr nú í stjórn Hönnunarsjóðs. „Það er synd hve lítill peningur er settur í hönnun, þetta eru algjörir smáaurar. Það þarf ekkert svo mikið í stóra samhenginu en það er einhver kraftur sem drífur íslenska hönnuði áfram sem gefast ekki upp. Kannski er það einhver partur af íslenskri menningu að bíta eitthvað í sig og hætta ekki fyrr en takmarkinu er náð.“ Hengið er til sölu í Kraumi, Epal og Ólátagarði og fæst í fimm litum: vatn, mjólk, súkkulaði, jarðarberjasjeik og slím.Græni liturinn kallast Slím.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira