Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kolfallinn Brjánn Jónasson skrifar 14. maí 2014 06:30 Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“