Viðskipti innlent

Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Telur nauðsynlegt að hefja framkvæmdir sem fyrst því það sé aðkallandi þörf fyrir Suðurnesjalínu 2.
Telur nauðsynlegt að hefja framkvæmdir sem fyrst því það sé aðkallandi þörf fyrir Suðurnesjalínu 2. Fréttablaðið/Vilhelm

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.



Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa og reka 220 kílóvolta háspennulínu frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis. Landnet vill hefja framkvæmdir sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×