Innlent

Franskur lögmaður í samstarf við VOX

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögmaðurinn Olivier Aumaitre við réttarhöld yfir TUV Rheinland í fyrra.
Lögmaðurinn Olivier Aumaitre við réttarhöld yfir TUV Rheinland í fyrra. Vísir/AFP

Lögmannsstofan Vox hefur hafið samstarf við franska lögmanninn Olivier Aumaitre. Aumaitre hefur fengið samþykktar skaðabætur úr hendi TUV Rheinland, vottunaraðila PIP-brjóstafyllinga, fyrir um 1.700 konur og nema bæturnar samtals tæplega hálfri milljón króna.



Aumaitre mun halda kynningu á blaðamannafundi á morgun á Hilton Reykjavík Nordica þar sem farið verður yfir mögulegan ávinning þess fyrir íslenskar konur að ganga inn í málsókn hans gegn fyrirtækinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×