Veturinn segir okkur að Valur verði meistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 07:00 Hrafnhildur Skúladóttir fer í gegn í bikarsigri Vals. Vísir/Daníel Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira