Líflína Grindavíkur er í hendi Lewis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2014 10:00 Lewis Clinch þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli Grindvíkingar að tryggja sér oddaleik á laugardaginn. Vísir/Valli Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum